Fasteignafélögin leiddu lækkanir í Kauphöllinni í dag en öll félög á markaði lækkuðu nema Brim, Heimavellir, Marel og Origo sem stóðu í stað.

Eik lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 4,56% í 127 milljóna króna viðskiptum. Reitir lækkuðu næst mest eða um 4,03% í 43 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Reginn um 3,09% í 83 milljóna króna viðskiptum.

Þá lækkuðu tyrggingafélögin einnig en Sjóvá lækkaði um 2,88% í 33 milljóna króna viðskiptum. VÍS lækkaði um 2,16% í 81 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði TM um 1,26% í 36 milljóna króna viðskiptum.