Fasteignagjöld Hörpu eru hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur B.Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það vera vegna þess að Harpa sé mun verðmætari en þau hús. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Dagur segir fasteignagjöldin því ekki hafa átt að koma á óvart.

Helmingur tekna Hörpu renna til Reykjavíkurborgar í formi fasteignagjalda.Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendur, ríki og Reykjavíkurborg þurfi að glíma við.