Greiningardeild Arion banka spáir hækkun húsnæðisverðis á næstu tveimur árum. Vegna áframhaldandi lítils kaupmáttar heimila verður verhækkun þó ekki mikil. Gangi spáin eftir er útlit fyrir að fasteignaverð hækki um 6% á árinu 2012 og 10% á árinu 2013. Að nafnverði er það um 18% hækkun frá deginum í dag til loka árs 2013, eða 8% uppsöfnuð raunverðshækkun.

Greint er frá skýrslu greiningardeildarinnar í Viðskiptablaðinu í dag og má lesa greinina hér .

Greining Arion banka kemst að þveröfugri niðurstöðu hvað varðar fasteignamarkaðinn en Ársæll Valfells lektor og Brynjar Pétursson ráðgjafi. Þeir rannsökuðu fasteignamarkaðinn ekki alls fyrir löngu fyrir VÍB, dótturfyrirtæki Íslandsbanka, og komust að því að fasteignaverð þyrfti að lækka um 30 til 50% til þess að halda í kaupmátt. Sögðu þeir að verðið gæti aldrei annað en lagast að kaupmætti til lengri tíma.