Fasteignaverð í Bretlandi hefur aldrei fallið hraðar í ágústmánuði frá því mælingar hófust.

Halifax-fasteignavísitalan féll um 1,8% í mánuðinum og hefur hún því fallið um 10,9% frá því á sama tíma í fyrra.

Hækkandi framfærslukostnaður og lánsfjárkreppa er sögð þrengja að breskum neytendum og þar af leiðandi draga verulega úr eftirspurn á fasteignamarkaði.

Við þetta bætist að mjög svo hefur dregið úr framboði fasteignalána og hefur það bæði áhrif á veltu og verðmyndun á markaðnum.