Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri eftir hrun en hún er í dag. Viðskiptablaðið skoðaði veltutölur á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri það sem af er þessu ári, fyrstu 43 vikur ársins, og bar þær saman við sama tímabil fyrri ára uppreiknað á verðlagi ársins 2014.

Heildarveltan á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 43 vikur ársins nemur rúmum 184 milljörðum króna. Á síðustu 13 árum, eða frá árinu 2002, hefur veltan fimm sinnum verið meiri en hún var á árunum 2003 til 2007. Raunarer veltan núna nánast sú sama og hún var árið 2003, en þá nam hún rúmum 189 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014.

Algjör sprenging varð á fasteignamarkaði árið 2007. Fyrstu 43 vikur þess árs nam veltan tæpum 403 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu, sem er 119% meiri velta en í dag. Árið 2007 sker sig reyndar töluvert úr því næstmesta veltan var árið 2005 en þá nam hún rúmum 318 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .