Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst töluvert á milli vikna í þessari viku en aukninguna má fyrst og fremst rekja til óvenju hárra meðalverða á þeim fasteignum sem verslað var með í vikunni. Þannig nam veltan í vikunni 2.041 milljón króna samkvæmt tölum frá Fasteignaskrá Íslands, samanborið við 1.300 milljónir króna veltu í vikunni á undan og jókst því um 57% á milli vikna.

Rétt er að taka fram að vikuvelta á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið yfir 2 milljarða frá því í febrúar í febrúar á þessu ári en þá var sama ástæða að baki, óvenju hátt meðalverð samninga.

Fjögurra vikna meðalvelta eykst á milli vikna, eftir að hafa lækkað í tvær vikur þar á undan, og nemur nú 1.509 milljónum króna, samanborið við 1.483 milljónir í vikunni á undan. Fjögurra vikna meðalvelta  hefur þó lækkað um 100 milljónir króna á fjórum vikum.

Til að sjá betur heildarmyndina af fasteignamarkaðir má sjá þróun fjögurra vikna meðalveltu á milli ára á myndinni hér að ofan. Þar sést að fjögurra vikna meðalvelta hefur hækkað um 71% á milli ára, en á sama tíma í fyrra hafði fjögurra vikna meðalvelta lækkað um 53% milli ára en velta á fasteignamarkaði var frekar lítil um þetta leyti í fyrra.

Tólf vikna meðalvelta eykst nokkuð á milli vikna í þessari viku eða um 47 milljónir króna, og nemur nú 1.461 milljónum króna.

Þá má skoða meðalveltu á viku síðustu 12 mánuði en hún er nú 1.522 milljónir króna á viku. Fyrir ári síðan nam 12 mánaða meðalveltan 1.342 milljónum króna og hefur því aukist um 13% á milli ára. Þá má geta þess að um miðjan janúar í fyrra fór 12 mánaða meðalvelta í fyrsta skipti undir 2 milljarða frá því febrúar 2003.

Í síðustu viku:

Alls var 47 kaupsamningum þinglýst í vikunni, samanborið við 42 samninga í vikunni á undan. Alls var 39 samningum þinglýst að meðaltali á síðasta ári en 48 samningum að meðaltali á viku það sem af er þessu ári.

Meðalupphæð á hvern hækkar þó töluvert á milli vikna og nam í vikunni 43,4 milljónum króna, samanborið við 30,9 milljónir króna í vikunni á undan. Meðalupphæð á hvern samning á síðasta ári var 34,6 milljónir króna en það sem af nemur þessu ári nemur meðalupphæðin 29 milljónum króna og hefur því lækkað nokkuð. Þannig má sem fyrr segir rekja mikla veltu vikunnar til óvenju hás meðalverðs.