Hreyfingar á íbúðamarkaði hafa minnkað verulega á undanförnum mánuðum.

Tvær meginástæður eru taldar valda því. Annars vegar vaxtahækkun Seðlabankans 1. nóvember 2007, en þá hækkuðu íbúðalánavextir um allt að 0,5%, og eru nú á bilinu 5,50% til 8,70%.

Hins vegar er yfi rlýsing ríkisstjórnarinnar 17. febrúar síðastliðinn, en þar kemur fram að ríkisstjórnin hyggist beita sér fyrir afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu fasteign. Í kjölfar þeirrar stefnuyfi rlýsingar virðast margir halda að sér höndum og bíða frekari skýringa frá ríkisstjórninni á því hvenær vænta megi afnáms stimpilgjalda.

Mikill samdráttur bankalána

Lántökur hjá Íbúðalánasjóði í janúar 2008 voru sambærilegar við janúar 2007 en töluvert minni það sem af er febrúar en á sama tíma í fyrra. Mesta minnkun útlána er þó að sjá í útlánum banka til fasteignakaupa, en þau hafa dregist verulega saman. Í nóvember 2007 veittu bankar 395 íbúðalán, í desember 221 og í janúar ekki nema 122.

Til samanburðar má nefna að í janúar 2005 veittu bankar 1674 ný lán, í janúar 2006 veittu þeir 850 lán og í janúar 2007 voru ný íbúðalán banka 305. Íbúðalánveitingar banka eru nú töluvert minni en þær hafa áður verið frá því að bankar byrjuðu að veita íbúðalán 2004.

Nánari úttekt er um húsnæðismarkaðinn og önnur áhugaverð málefni í sérblaði Viðskiptablaðsins í dag um fjármál einstaklinga. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .