Velta á fasteignamarkaði jókst um 92% á milli vikna en í vikunni sem leið nam veltan um 2,8 milljörðum en í fyrri viku nam veltan um 1,4 milljörðum króna.

Þrátt fyrir 92% aukningu á milli vikna hefur kaupsamningum fækkað um 45% milli ára samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Meðalvelta á hvern samning er um 35,1 milljón.

Á meðfylgjandi línuriti má sjá breytingu á fjögurra vikna meðalveltu á milli ára.

Fasteignasala sveiflast gjarnan mikið á milli vikna og þess vegna er horft til meðalveltu nokkurra vikna og breytinga á henni milli ára. Kaupsamningum hefur fækkað milli ára og er vægi hvers kaupsamnings meira fyrir vikið. Auk þess getur hver samningur falið í sér fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru mismunandi.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í vikunni sem leið var 81 en voru 49 í vikunni þar áður.

Þinglýstir samningar eru að meðaltali 84,3 á viku frá áramótun.