Dæmi munu um að fast­eigna­mat á ein­stök­um eign­um á höfuðborg­ar­svæðinu hækki um 15% á milli ára. Það hækkaði um 4,3% í fyrra samkvæmt athugun Morgunblaðsins og mun það hækka mun meira á þessu ári. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að við skoðun á fast­eigna­mati miðsvæðis í Reykja­vík megi sjá dæmi um að eign­ir í fjöl­býli hækki um 14% á milli ára í Vest­ur­bæn­um og í miðbæ borg­ar­inn­ar.

Fram kemur í blaðinu að miklar hækkanir megi sjá nánast alls staðar í borginni.

Fasteignamatið verður kynnt síðar í vikunni.