Fasteignamat hækkar um 7,4% á milli ára á næsta ári, samkvæmt nýju fasteignamati sem Þjóðskrá Íslands kynnti í dag. Fasteignamatið hækkar mismikið. Mesta hækkunin er í Vestamannaeyjun eða 19%. Sú minnsta er hins vegar á Reykjanesbæ en þar hækkar fasteignamatið um 0,6%.

Fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna eins og það var í febrúar síðastliðnum og byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum. Fjöldi kaupsamninga fóru úr 4.707 árið 2010 í 6.598 í fyrra.

Samkvæmt nýju fasteignamati hækka 125 þúsund íbúðaeignir á öllu landinu um 8,3% á milli ára. Af þessum eignum hækkar mat á 90,3% eigna en mat á 9,7% eigna lækkar á milli ára.

Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá að hækkunin sé að meðaltali eftirfarandi:

Höfuðborgarsvæðið: 8,3%

Norðurland eystra: 7,1%

Norðurland vestra: 7,0%

Vestfirðir: 6,3%

Suðurland: 5,9%

Austurland: 5,5%

Vesturland: 4,3%

Suðurnes: 2,7%

Athygli vekur að meðalhækkun á mati íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er mismikil. Mest er hækkunin í Garðabæ, um 13,8%. Innan borgarmarka hækkar matið um 10% til 11% í Grafarvogi. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ lækkar fasteignamat íbúðahúsnæðis hins vegar um 5,4% á milli ára.