Heildarfasteignamat á landinu öllu samkvæmt nýrri fasteignaskrá frá 31. desember 2007 var 4.065 milljarðar. Í frétt á heimasíðu Fasteignamats ríkisins kemur fram að þessi tala skiptist þannig að húsmat var 3.345 milljarðar og lóðarmat 720 milljarðar. Fasteignamat samtals hækkaði um 18,5% frá fyrra ári.

Brunabótamat var 3.876 milljarðar og hækkaði um 9,5% frá fyrra ári.

Athygli vekur að heildarfjárhæð fasteignamats er hærri en heildarfjárhæð brunabótamats en það hefur ekki gerst síðan Fasteignamat ríkisins tók við því hlutverki að meta fasteignir brunabótamati.