Fasteignamat ríkisins hefur fengið nýtt nafn Fasteignaskrá Íslands og gekk þessi breyting í gildi um áramótin.

Hún endurspeglar lögfestingu Alþingis á að hér á landi sé haldin ein fasteignaskrá sem ríkisstofnanir og sveitarfélög skrá í það sem undir þessi stjórnvöld falla varðandi fasteignir.

Þetta kemur fram á vef Fasteignaskráar.

Þar kemur fram að Fasteignaskrá er eina upplýsingakerfið sem er sameiginlegt öllum sveitarfélögum og sem er sameiginlegt sveitarfélögum og ríkinu. Í fasteignaskrá eru m.a. skráð lönd og lóðir og staðsetning þeirra, byggingar og þinglýst réttindi auk þess sem álagning fasteignagjalda fer fram í skránni og upplýsingar unnar um fasteignamarkaðinn.

Auk umsjónar með skráarhaldinu og rekstur skrárinnar ákvarðar Fasteignaskrá Íslands  fasteignamat og brunabótamat.