Matsverð sumarhúsa og sumarhúsalóða landsmanna lækkaði um 10% nú um áramótin og verður framreikningsstuðull fasteignamats samkvæmt því 0,90.

Ofangreind breyting fasteignamats er miðuð við fasteignamatsverð samkvæmt fasteigna­skrá þeirri er gildi tók 31. desember 2007 með síðari breytingum ákveðnum af Fasteigna­mati ríkisins og yfirfasteignamatsnefnd.

Samkvæmt 35. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, hefur yfirfasteignamatsnefnd ákveðið framreiknistuðla fyrir skráð matsverð fasteigna á öllu landinu með hliðsjón af breytingu verðlags fasteigna við kaup og sölu frá síðasta viðmiðunartíma matsins til 31. desember nk.