Húsnæðissala dróst saman í júnímánuði í Bandaríkjunum. Sala á ársgrundvelli var í júní 4,86 milljónir fasteigna og hefur ekki verið minni í 10 ár.

Meðalspá greiningaraðila sem Reuters tók saman gerði ráð fyrir að salan yrði 4,93 milljónir eigna á ársgrundvelli, en hún var 4,99 milljónir í maí.

Meðalverð fasteigna var 6,1% lægra en í júní árið 2007. Nú eru 4,49 milljón íbúðir til sölu í Bandaríkjunum, sem jafngildir 11 mánaða eftirspurn miðað við eftirspurn í júní.