Á landsbyggðinni var heildarfjöldi þinglýstra kaupsamninga 376, þar af voru 128 íbúð í fjölbýli og 186 í sérbýli. Auk þess voru 66 samningar um annars konar eignir á landsbyggðinni.

Andvirði kaupsamninganna var samanlagt 9.740 milljónir króna og meðalverð á húsnæði því um 25,9 milljónir króna.

Norðurland

Í júlí var fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Norðurlandi 100 talsins. Voru 54 þeirra samningar um eignir í fjölbýli, 38 samningar um eignir í sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir. Var heildarveltan 3.209 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,1 milljón króna.

Voru 67 af þessum 100 samningar um eignir á Akureyri, en þar af voru 47 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Var heildarveltan 2.301 milljón króna og meðalupphæð á samning 34,3 milljónir króna.

Austurland

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á Austurlandi í júlímánuði voru 38. Voru þar af 7 samningar um eignir í fjölbýli, 23 samningar um eignir í sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 815 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,4 milljónir króna.

Suðurland

Þinglýstir kaupsamingar á Suðurlandi voru 98, þar af 11 samningar um eignir í fjölbýli, 56 samningar um eignir í sérbýli og 31 samningur um annars konar eignir.

Var heildarveltan 2.071 milljón króna og meðalupphæð á samning 21,1 milljón króna.

Reykjanes

78 samningum var þinglýst á Reykjanesi, þar af voru 35 samningar um eignir í fjölbýli, 37 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir.

Var heildarveltan 2.288 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,3 milljónir króna.

Vesturland

Þinglýstir samningar á Vesturlandi voru 52, þar af 18 um eignir í fjölbýli, 21 samningur um eignir í sérbýli og 13 samningar um annars konar eignir.

Var heildarveltan 1.213 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,3 milljónir króna.

Vestfirðir

10 samningum var þinglýst á Vestfjörðum, þar af 3 samningar um eignir í fjölbýli og 7 samningar um eignir í sérbýli. Var heildarveltan 144 milljónir króna og var meðalupphæð á samning 14,4 milljónir króna.

Voru 5 af þessum 10 samningum um eignir á Ísafirði, þar af 2 um eignir í fjölbýli, og 3 um eignir í sérbýli. Þar var heildarveltan 98 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,6 milljónir króna.