Sala á notuðu húsnæðis jókst um um 1,4% í Bandaríkjunum í október, samkvæmt upplýsingum Landssamtaka fasteignasala þar í landi sem birtar voru í dag. Þetta jafngildir því að 4,97 milljónir fasteigna skiptu um hendur á ársgrundvelli. Þetta er nokkuð lægra en hagfræðingar telja heilbrigt á fasteignamarkaði, að því er fram kemur í netútgáfu bandaríska dagblaðsins USA Today.

Þrátt fyrir að velta sé að aukast á fasteignamarkaði þá hafa ekki færri fasteignir skipt um hendur í 13 ár. Blaðið hermir að ástæðan sé ekki síst sú, að óvissan sé mikil á fasteignamarkaði og hætti margir við fasteignakaup á síðustu stundu.

Fasteignamarkaðurinn vestanhafs hrundi árið 2006 og verðið hrunið. Það er hins vegar ekki talið komið nálægt botninum og hefur blaðið eftir sérfræðingum að það muni lækka um 5% á þessu ári og muni verðið ekki leita upp á ný fyrr en árið 2013.