Í nóvember hækkaði fasteignaverð í Bretlandi um 1,4% á milli mánaða, en 9,6% á ársgrundvelli og hefur fasteignaverð ekki verið hærra í 21 mánuð, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð að 0,6% hækkun milli mánuða og 8,3% á ársgrundvelli. Í október hækkaði fasteignaverð um 0,8 á milli mánaða, en 8% á ársgrundvelli.

Meðalfasteingaverð í Bretlandi er nú 22,87 milljónir króna, en var 22,53 milljónir í október.