Á tímabilinu 15. júlí til og með 21. júlí voru 150 þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu. Þar af voru 114 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan á höfuðborgarsvæðinu 6,6 milljarðar

Var meðalupphæð á samning 44 milljónir króna en heildarveltarn nam 6.601 milljón króna. Þetta kemur fram í markaðsfréttum þjóðskrár og er tekið sérstaklega fram að meðalupphæð samnings sé ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna því að fleiri en ein eign geti verið á bakvið hvern kaupsamning auk þess að eignir séu misstórar, misgamlar og svo framvegis.

Veltan á landsbyggðinni

Á Suðurnesjum voru 20 kaupsamningum þinglýst á sama tímabili, þar af 10 um eignir í fjölbýli, 6 um sérbýli og 4 um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Var heildarveltan 467 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,3 milljónir króna.

Á Akureyri voru 14 kaupsamningum þinglýst, þar af 8 um eignir í fjölbýli og 6 um sérbýli. Var heildarveltan 483 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,5 milljónir króna.

Á Árborgarsvæðinu voru 12 kaupsamningar þinglýstir, þar af 9 í sérbýli og 3 um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 280 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,3 milljónir króna.