Fasteignaverð hefur lækkað um 16% að raungildi sl. 12 mánuði en þarf að lækka mikið enn til að jafnvægi náist.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu IFS Greiningar.

Í skýrslunni segir að launaþróun og fjármagnskostnaður hafi gegnt lykilhlutverki í þróun fasteignaverðs hér á landi en árið 2007 hafi verðið vikið frá undirstöðum verðmyndunar.

Veruleg lækkun þarf að verða á fasteignamarkaði til að hann nái aftur jafnvægi, segir í skýrslunni. Sé gert ráð fyrir að laun hækki um 10-15% á næstu 3 árum sé ljóst að fasteignaverð þurfi að lækka um 25-30%, eigi jafnvægi að nást.

Fasteignaverð hafi verið ofmetið um 40-50% þegar það var hæst. Þá er bent á að aðlögun að jafnvægi geti ýmist náðst með nafnlækkun eða raunlækkun vegna verðbólgu.