Fasteignaverð á bandaríska hluta Jómfrúreyja (US Virgin Islands) hefur hrunið, en um 80% fasteignakaupenda á eyjum hefur komið frá Bandaríkjunum samkvæmt frétt Global Property Guide. Á eyjunni St. John hefur meðalverð fasteigna fallið frá árinu 2007 fram til ársloka 2008 um -24% og um -15% á St. Thomas.

Á minna þróuðu svæði eins og á stærstu eyjunni St. Croix hefur meðalverð fasteigna fallið um 9,9%. Fasteignaverð á bandarísku Jómfrúreyjum hefur haldið áfram að falla það sem af er þessu ári.

Eru þetta mikil umskipti frá fyrri árum, því að frá 1997 til 2007 hækkaði fasteignaverð á bandarísku Jómfrúreyjunum að meðaltali um 135-165%.