Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu á hækkað að jafnaði um 13,2% á milli ársmeðaltala 2003 og 2004. Mest var hækkunin í Garðabæ 18,9%, þá í Hafnarfirði 15,7%, 13,0% í Reykjavík, 12,7% á Álftanesi, 12,3% í Kópavogi, 11,5 í Mosfellsbæ og 10,3 á Seltjarnarnesi.

Þegar skoðuð er breyting á milli áranna 2000 og 2004 kemur í ljós að hækkunin var mest í Garðabæ 45,2%, þá á Seltjarnarnesi 44,6%, í Mosfellsbæ 43,8%, í Hafnarfirði 41,4%, í Kópavogi 40,8%, í Reykjavík 39,8% og 39,5% á á Álftanesi.

Á milli áranna 1995 og 2004 var hækkunin mest á Álftanesi 134,9%, þá í Garðabæ 121,4%, 113,6% í Kópavogi, í Mosfellsbæ 105,3%, í Reykjavík 107,1%, 101,9% í Hafnarfirði og 97,5% á Seltjarnarnesi.

Ef litið er allt aftur til ársins 1990 og meðalverð það ár borið saman við verð ársins 2004 er hækkunun mest í Mosfellsbæ 149,6%, þar á eftir kemur Kópavogur með hækkun um 147,1%, þá Reykjavík 145,6%, í Hafnarfirði 140,3%, í Garðabæ 138,7%, á Álftanesi 131,2% og 125,7% á Seltjarnarnesi.

Byggt á frétt á heimasíðu Fasteignamats ríkisins.