Fasteignaverð hækkaði nokkuð óvænt um 2% í febrúar síðastliðnum, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Hækkunin á fasteignaverði kom í kjölfar talsverðra umsvifa á fasteignamarkaði í febrúar.

Í síðastliðinni viku var gengið frá 214 kaupsamningum, sem telst mikið. Aftur á móti var gengið frá 250 um kaupsamningum á viku, að meðaltali, í kjölfar innkomu bankanna á íbúðalánamarkað.

Að meðaltali hefur verið gengið frá 195 samningum á viku síðastliðnar 4 vikur og af veltunni að dæma má gera ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði nú í mars.

Það var gengið frá um 190 kaupsamningum, að meðal tali, á viku hverri í febrúar.