Fasteignaverð heldur áfram að stíga á Ítalíu þó eitthvað hafi dregið úr hækkunum á síðustu misserum. Samkvæmt tölum Global Property Guide (GPG) voru meðalhækkanir fasteignaverðs á Ítalíu 6,3% árið 2006 sem er heldur minna en nokkur ár þar á undan.

Árið 2003 var meðalhækkun fasteignaverðs á Ítalíu 10,6%, en lækkaði í 8,7% árið 2004. Árið 2005 námu verðhækkanirnar síðan 7,1% og voru komnar eins og fyrr segir í 6,3% á síðasta ári.

Þessi samdráttur í hækkunum er hins vegar ekki í takt við þá efnahagsuppsveiflu sem á sér stað á Ítalíu með auknum hagvexti. Meðaltalshagvöxtur áranna 2001 til 2005 var 0,7% en var 1,9% árið 2006. Þá er búist við að hagsvöxturinn aukist enn og verði 2% á þessu ári, sem reyndar þykir ekkert stórkostlegt á íslenskan mælikvarða.

Lesið samanburð á verði fasteigna á Íslandi og annarsstaðar í heiminum í Viðskiptablaðinu.