Vísitlala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,03% á milli mánaða og hefur hækkað um 3,9% síðustu tólf mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Fasteignaverð hækkaði hins vegar um 30% á síðasta ári, en nokkuð hefur þó dregið úr verðhækkunum á fyrstu mánuðum þessa árs.

Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að til lengri tíma litið, eða frá ársbyrjun 2001 hefur byggingarkostnaður hækkað um tæp 30% meðan íbúðaverð á höfuðborgarsvæði hefur nálega tvöfaldast.

?Vert er þó að árétta að lóðaverð er undanskilið við útreikning byggingarvísitölu, en það hefur hækkað ört síðustu ár í Reykjavík og nágrenn nágrenni og má ætla að verð lóðar sé umtalsverður hluti kaupverðs íbúðarhúsnæðis nú um stundir," segir greiningardeildin.

?Þrátt fyrir það má ætla munurinn á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu og kostnaðarverði sambærilegrar fullbúinnar íbúðar sé verulegur um þessar mundir enda hefur aukning í húsbyggingum verið hröð undanfarið ár. Hvort aukið framboð verður til þess að minnka þennan mun kemur í ljós á næstu misserum."

Fermetraverð í vísitöluhúsi samkvæmt byggingarvísitölu er nú rúmlega 101 þúsund krónur en þar er ekki lóðaverð meðtalið. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var meðal fermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæði síðustu þrjá mánuði rúmlega tvöfalt hærra eða 208 þúsund krónur.

Munurinn er um 107 þúsund krónur á fermetra sem er rétt tæplega 26 milljónir á lóð fyrir 250 fermetra einbýlishús.

?Áhugavert er að bera þá tölu saman við niðurstöður nýafstaðins útboðs á lóðum í Úlfársdal þar sem hæsta boð í einbýlíshúsalóð var um 20 milljónir króna," segir greiningardeild Íslandsbanka.