Í nóvember hækkaði fasteignaverð í Bretlandi um 0,6% á milli mánaða, en það er þrettándi mánuðurinn í röð sem það hækkar, segir í frétt Dow Jones.

Fasteignaverð hefur hækkað um 5,3% á ársgrundvelli í nóvember. Í október hækkaði fasteignaverð um 0,4% milli mánaða og 4,9% á ársgrundvelli.


Meðalfasteignaverð í Bretlandi hækkaði úr 168,6 þúsund pundum (22,9 milljónir króna) í 169,6 þúsund pund (23,05 milljónir króna).

Mikil umframeftirspurn er eftir húsnæðum og er það aðalástæða fyrir hækkandi fasteignaverðs, en einnig er talið að spár um að seðlabankinn muni hækka stýrivexti í nóvember hafi orðið til þess að þeir sem hugleiddu fasteignakaup hafi látið verða af því, segir í fréttinni.