Fasteignaverð lækkar á milli mánaða, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Fasteignaverð lækkaði um 0,9 í síðasta mánuði en hækkaði um 3% í nóvember. Fjölbýli lækkaði um 0,4% og 2,5% í sérbýli, en það hækkaði um 5% í nóvember.

Það hægir á hækkunahraðanum en í síðustu þrjá mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 1% að meðaltali. Fyrir ári síðan, þegar hækkunin var hvað mest, hækkaði fasteignaverð um 3% til 4% á mánuði.

Síðastliðan tólf mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 31%.