Húsnæðisverð í Bretlandi lækkaði um 1,7% í júlí að meðaltali. Verðlækkun síðastliðið ár er nú 8,8%.

Þetta kemur fram í tölum frá Halifax bankanum, stærsta íbúðalánveitanda Englands.

Eftirspurn eftir húsnæði í Bretlandi hefur dregist mikið saman vegna skorts á íbúðalánum og hás verðlags.

Samkvæmt tölum Halifax bankans hefur húsnæðisverð á Bretlandi lækkað um 10% það sem af er þessu ári. Lækkun síðasta ár er minni vegna þess að verð hækkaði í ágúst og í desember á síðasta ári.