Húsnæðisverð í Englandi og Wales lækkaði um 1% í júní, borið saman við maí. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þessar tölur þýða að á ársgrundvelli hefur húsnæðisverð hækkað um 0,1% en júní var 10 mánuðurinn í röð sem hægðist á verðhækkun húsnæðisverðs í Bretlandi.

Mest varð lækkunin í júní London, þar sem húsnæðisverð lækkaði um 2,5%. Í norð-austur hluta Englands hækkaði húsnæðisverð hins vegar um 4,1% í júní og hefur undanfarið ár hækkað um 3,1%.

Þrátt fyrir að mikið hafi hægt á hækkun húsnæðisverðs og jafn vel lækkun átt sér stað er því spáð að húsnæðisverð hækki um 25% á næstu 3 árum, eins og fjallað hefur verið um hér.