Fasteignaverð hefur lækkað í Bretlandi fimm máuði í röð þar sem erfiðara er að fá lán en áður og velta á fasteignamarkaði hefur lækkað.

Meðal íbúðarverð hefur lækkað um 0,2% í Englandi og Wales og er nú um 22,9 milljónir króna. Þó hefur íbúðarverð hækkað á ársgrundvelli um 1,4% en það er minnsta hækkun frá því í apríl 2006 að því er kemur fram hjá Bloomberg fréttaveitunni.

Í síðsta mánuði lækkaði Englandsbanki stýrivexti niður í 5,25 en spáir því á sama tíma að umsvif og neysla á markaði lækki samsvara því sem hægist á fasteignamarkaði.