Verð á einbýli í Bandaríkjunum lækkaði um 0,8% á milli mánaða í september.

Húsnæðisverð hækkaði um 10,6% á ársgrundvelli í september, en til samanburðar var árstakturinn 12,9% í ágúst. Húsnæðismarkaðurinn vestanhafs hefur hægt verulega á sér í kjölfar mikilla stýrivaxtahækkana á árinu.

Vaxtahækkanir Seðlabankans til að stemma stigu við verðbólgunni hafa gert það að verkum að húsnæðisvextir hafa hækkað hratt á skömmum tíma.

Þannig hafa meðalvextir á 30 ára íbúðaláni í Bandaríkjunum hækkað úr 3,22% í upphafi árs í 6,58% í síðustu viku, samkvæmt tölum frá veðlánarisanum Freddie Mac.