Fermetraverð fasteigna á Akureyri er í sögulegu hámarki. Þetta kemur fram í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka þar sem fasteignamarkaður á Akureyri er sagður mun stöðugri en raun ber vitni á höfuðborgarsvæðinu.

Verðþróun á Akureyri í kringum efnahagsuppsveifluna og hrunið var ólík því sem til að mynda var í Hafnarfirði. Á Akureyri náði verðið toppi í upphafi árs 2006 og hélst stöðugt í 3 ár. Síðan þá hefur verið nokkuð um sveiflur en fallið frá toppi eftir hrunið var minna á Akureyri víða annars staðar.

Í nóvember á þessu ári hafði fermetraverð hækkað meira á Akureyri á síðustu sjö árum en á öllu höfuðborgarsvæðinu. Verðið hefur hækkað um 96,5% á Akureyri en um 84-85% á hinum svæðunum. Sé mælt frá botni eftir hrun hefur verðið hækkað mest á Akureyri, eða um rúm 26% á rúmum þremur árum.