Fasteignaverð lækkaði um 1,5% í Noregi í október. Lækkunin var 0,8% þegar tekið er tillit til árstíðabundinna sveiflna. Fasteignaverð lækkaði einnig í september og virðist sem fasteignaverð sé á leið niður þar í landi eftir miklar hækkanir undanfarin ár.

Fjallað er um málið á norsku viðskiptamiðlunum E24 og Dine Penger . Misjafnt er á milli landshluta í Noregi hvernig verðþróun hefur verið en til að mynda hefur verð í Kristiansand að meðaltali lækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum á meðan það hefur hækkað í Tromsö sem er norðarlega í Noregi. Þess má geta að á aðal fasteignasíðu Norðmanna, Finn.no, voru í október 25% fleiri fasteignir til sölu en fyrir ári síðan.