Íbúðaverð i fjölbýli hefur hækkað mest í Vesturbænum frá ársbyrjun 2013 til ársloka 2015. Þetta kemur fram í úttekt Þjóðskrár fyrir valin hvefi í Reykjavík sem unnin var fyrir Morgunblaðið.

Íbúðaverðið hefur hækkað um 33,5% í Vesturbænum á þessum þremur árum. Næst mest hækkun á þessum árum var í Grafarvogi eða 31,2%.

HIns vegar hækkaði verðið mest á árinu 2015 í Breiðholti (póstnúmer 111), eða um 15,9%. Næst mest var hækkunin í Vesturbænum, eða 13,1%.

Dýrast í miðbænum

Fermetraverð er eins og áður dýrast í Miðbænum . Meðalverð á fjölbýli í árslok 2015 var 413.727 kr.

Vesturbærinn er í öðru sæti með  396.280 kr. og Hliðarnar póstnúmer 105) eru í þriðja sæti en þar kostar meðalfermetrinn 364.094 kr.