Fasteignaverð hefur hækkað um 22,2% frá því það var lægst eftir hrun. Þar af nemur hækkunin 6,5% síðastliðna tólf mánuði. Ef litið er til raunverðs íbúða þá er það enn 28,6% lægra en þegar það var hæst í aðdraganda hrunsins. Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag veltu á fasteignamarkaði hafa aukist og meðalsölutíma eigna styst. Raunverð íbúða nú svipað því að og það var haustið 2004 að sögn Greiningar sem vísar til þess sem fram kemur í Peningamálum Seðlabankans.

Greining Íslandsbanka segir kaupmátt ráðstöfunartekna eina af meginskýringuna á þessari þróun á fasteignamarkaði enda hafi hann þróast nokkuð svipað og raunverði íbúðahúsnæðis á tímabilinu. Við bætist að atvinnuástand hafi batna og skuldabyrðin lækkað.