Raunverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið. Það er nú svipað og í júní árið 2009 og er útlit fyrir frekari verðhækkun á næstu misserum. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við Morgunblaðið í dag verði hafa í mörgum tilvikum hækkkað um tugi prósenta. Allt fer þetta eftir því hvenær þeir keyptu fasteignina. Hækkunin er mikil hjá þeim sem keyptu fasteignir fyrir árið 2004 og eftir að fasteignaverð náði lágmarki árið 2010. Fram kemur í umfjölluninni að sem dæmi nemi hækkun raunverðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu frá 2003 35%.

Það sama gildir hins vegar ekki um þa sem keyptu fasteignir í þenslunni, sérstaklega á árunum 2007 og 2008. Ólíklegt er tali að þeir muni endurheimta eigið fé sitt vegna hækkunar á raunverði.

Með raunverði er átt við nafnverð að frádreginni verðbólgu. Sé verðbólga mikil getur hún verið hærri en þróun nafnverðs og þá lækkar raunverðið. Nú er verðbólga lítil og raunverð að hækka.