Fasteignaverð í Bretlandi hélt áfram að hækka í ágúst vegna mikillar aukningar á eftirspurn á fasteignamarkaði í London. Hagstofa Bretlands birti nýjar tölur um fasteignaverð í dag þar sem fram kemur að fasteignaverð hefur hækkað um 19,6% á síðustu tólf mánuðum. Financial Times greinir frá.

Þetta er næsthæsta stökk sem fasteignaverðið hefur tekið á slíku tímabili síðan Hagstofan hóf mælingar sínar í núverandi mynd árið 2002. Fasteignaverðið hefur einnig hækkað umtalsvert í öðrum hlutum Bretlands.

Greiningaraðilar í Bretlandi telja að fljótlega muni hægja á þessari hækkun fasteignaverðsins og segja þeir að breytinguna megi að hluta til rekja til nýlegra lánareglna sem tekið hafa gildi í Bretlandi. Þannig þurfa lántakendur að útvega meiri upplýsingar en áður um tekjur og útgjöld, og þurfa að gangast undir nokkuð umfangsmikið greiðslumat.