*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 22. maí 2018 10:35

Fasteignaverð stendur í stað

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur verið óbreytt milli mars og apríl.

Ritstjórn
Nýjar íbúðir hækkuðu um 6,2% milli þessara tímabila.
Haraldur Guðjónsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur verið óbreytt milli mars og apríl samkvæmt tölum þjóðskrár um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli lækkaði óverulega en verð á sérbýli hækkaði um 0,2%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. 

Verð á fjölbýli hefur hækkað um 4,6% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 7,1%. Heildarhækkun húsnæðisverðs nemur 5,4% og hefur árshækkunin ekki verið minni síðan um mitt ár 2011. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í apríl hækkað um 0,9% á síðustu sex mánuðum, en hækkaði um 4,5% næstu sex mánuði þar á undan.

Nýjar íbúðir hækkuðu um 6,2% milli þessara tímabila og eldri íbúðir um 5,5% þannig að það er ekki verulegur munur á verðþróun nýrra og eldri íbúða.