*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 12. september 2020 14:05

Fasteignaviðskipti verða rafræn

e-fasteignir bjóða upp á eins stafrænt söluferli fasteigna og hægt er, og fá tilboð frá fasteignasala fyrir restina.

Júlíus Þór Halldórsson
Haraldur Pálsson og Ómar Þór Ómarsson stofnuðu e-fasteignir eftir slæma reynslu Ómars af fasteignamarkaðnum.
Gígja Einars

Fasteignamiðlunin e-fasteignir – sem hóf starfsemi fyrir þremur vikum – veitir heildstæða þjónustu í fasteignaviðskiptum. Öll skjalavinna verður eins sjálfvirk og rafræn og hægt er, en Stafrænt Ísland stefnir að því að þinglýsingarferli íbúðalána verði orðið stafrænt fyrir áramót.

Söluferli fasteigna á svo til allt að geta gengið rafrænt fyrir sig þegar áformaðar breytingar eru gengnar í gegn, en efasemdir eru þó um að sá áfangi náist svo snemma. Formaður Félags fasteignasala segir erfitt að sjá fyrir sér mikla einföldun ferlisins og sparnað við skjalavinnu með óbreyttan lagaramma.

Kaup- og gagntilboð í gegnum netið
Haraldur Pálsson, annar stofnenda e-fasteigna, segir hugmyndina að auka gagnsæi og einfalda og flýta ferlinu, öllum til hagsbóta. „Þegar þú ert að skoða fasteign í dag færðu ekki að sjá söluyfirlit eða fylgigögn, heldur þarf að biðja um þau sérstaklega frá fasteignasala og fá þau send. Hjá okkur eru öll slík gögn aðgengileg í auglýsingunni.“

Þær upplýsingar sem um ræði séu meðal annars ástand húsnæðis, forsaga og fleira. Þannig sé ferlið einfaldað og gagnsæi aukið gagnvart kaupendum. Kaupendur og seljendur geta auk þess nýtt sér stafrænt viðmót kerfisins til að gera kauptilboð, gagntilboð og fleira, og fylgjast með stöðu mála.

Þótt ferlið sé sjálfvirknivætt eins og kostur er, þarf eftir sem áður fasteignasala til að mynda og sýna eignina, leiða seljanda í gegnum ferlið og ýmislegt fleira. Í því skyni getur seljandi fengið tilboð í söluþóknun fyrir eignina frá öllum fasteignasölum í gegnum kerfi e-fasteigna, og síðan valið úr.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.