Fyrirspurnarvilla í gagnagrunni Fasteignamats ríkisins veldur því að kólnun fasteignamarkaðar er ofmetin og svo virðist sem greiningaraðilar hafi stuðst við röng gögn.

Fasteignamat ríkisins greindi frá því í frétt 28. desember sl. að um 14.500 kaupsamningum hefði verið þinglýst árið 2007 og að heildarviðskipti með fasteignir hefðu numið um 360 milljörðum króna. Þá sagði einnig að á höfuðborgarsvæðinu stefndi heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í að verða um 280 milljarðar króna. Nú liggur fyrir að fasteignaviðskipti á höfuðborgarsvæðinu voru um 310 milljarðar króna á árinu 2007.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Hægt er að nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir aðgang.