Eigendaskiptum fasteigna innan fjölskyldu fjölgaði verulega á síðustu mánuðum síðasta árs og voru enn yfir meðallagi í janúar.

Alls skiptu 384 fasteignir um eigendur innan fjölskyldu frá því í október en til samanburðar skiptu 363 fasteignir um eigendur innan fjölskyldna frá janúar til september í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Fasteignaskrá Íslands (áður Fasteignamat Ríkisins) en stofnunin hefur tekið saman upplýsingar um fjölda fasteigna þar sem eigendaskipti á eign eða eignahluta hefur farið fram innan sömu fjölskyldunnar.

Með fjölskyldu er átt við hjón eða sambúðarfólk og ólögráða börn þeirra. Upplýsingarnar miðast við eignarheimildir sem eru afsöl, kaupmálar og eignayfirlýsingar.

Að meðaltali fórum fram eigendaskipti innan fjölskyldna á 38,25 fasteignum á mánuði árið 2007. Þá var meðaltalið  40 íbúðir á mánuði frá janúar til september í fyrra en í október fóru fram 107 eigendaskipti innan fjölskyldu og 102 í nóvember.

Þá skiptu 98 fasteignir um hendur innan fjölskyldna í desember og 77 í janúar.

Meðaltalið á mánuði árið 2007 var sem fyrr segir 38,25 fasteignir. Árið 2005 var meðaltalið 41 fasteign á mánuði og árið 2006 var meðaltalið 30 fasteignir á mánuði.

Í fyrra var meðaltalið hins vegar 55,8 fasteignir á mánuði en sem fyrr segir aðeins 40 íbúðir fram að október.

Sjá töfluna á vef Fasteignaskrá Ríkisins.