*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Innlent 15. nóvember 2019 19:01

Fasteignir hækka um 683 milljarða

Íbúðaverð hækkar meira út á landi en höfuðborgarsvæðinu skv. Fasteignamati 2020 á vef Þjóðskrár

Ritstjórn
Mest hækkar fasteignamat á Akranesi, Sandgerði, Garði og Vestmanneyjum

Heildarfasteignamat á landinu sem gildir fyrir 2020 er 9.047 milljarðar króna miðað við stöðuna 1. maí 2019 en fasteignamat sem gildir fyrir 2019 var á sama tíma tæpir 8.364 milljarðar króna. Heildarmat hækkar því um 6,1% milli ára. Þetta kemur fram í nýju Fasteignamati 2020 á vef Þjóðskrár Íslands. 

Mest hækka fasteignir Vesturlandi um 10,2% og minnst á höfuðborgarsvæðinu þar sem hækkunin nemur 5,2%. 

Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkaði um 6,0% á milli ára og er alls 6.219 milljarðar króna, þar af hækkaði sérbýli um 6,6% á meðan fjölbýli hækkaði um 5,3%. Fasteignamatíbúða hækkaði um 5,0% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1% álandsbyggðinni.

Fasteignamat íbúða hækkaði mest á Akranesi en þar hækkaði íbúðamatið um 21,6%, um 17,7% í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs (Suðurnesjabæ) og um 16,6% í Vestmannaeyjum.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkaði um 6,9% á landinu öllu; um 5,9% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,3% á landsbyggðinni.

Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2020 hækkaði um 0,7% á milli ára.