Samkvæmt tölum frá Global Property Guide yfir þróun fasteignaverðs í 42 löndum hækkaði verðið mest í Búlgaríu á síðasta ári. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um þróunina kemur fram að miðað við septemberlok í fyrra hafði fasteignaverð í Búlgaríu hækkað um ríflega 30% á árinu.

Fasteignaverð í kínversku borginni Sjanghæ hækkaði litlu minna eða um 27,9% fyrstu tíu mánuði ársins. Fasteignaverðið Singapúr hækkaði einnig um tæplega 28% á árinu.

Eystrasaltslönd skipa sér í fjórða og fimmta sæti samkvæmt göngum Global Property Guide. Fasteignaverð í Tallin, höfuðborg Eistlands, hækkaði um 23,4% á tímabilinu og nam hækkunin í Litháen 13,6%.

Verðhækkanirnar eru mældar í gjaldmiðli viðkomandi lands og taka ekki tillit til verðbólgu. Þegar tekið er tillit til verðbólgu þá voru hækkanirnar mestar í Singapúr