Sögulega lágir vextir um allan heim hafa keyrt upp verð á fasteignum víða um heiminn. Samkvæmt nýjustu gögnum frá norsku hagstofunni hækkaði fasteignaveð í Noregi að meðaltali um 12%. Í Osló nam hækkunin aftur á móti 21,7%.

Þessar tölur styðja nú orðið við rökstuðning norska seðlabankans um að ekki megi lækka vexti meira. Stýrivextir í Noregi eru nú í sögulegu lágmarki og standa í 0,5%. Oystein Olsen, seðlabankastjóri Noregs, gæti því farið að gefa nánari vísbendingar um hugsanlegar vaxtahækkanir í náinni framtíð.

Fasteignaveð hefur þó ekki hækkað alls staðar í Noregi. Þjóðin hefur fengið að finna fyrir lágu olíuverði og hefur því fjöldi starfa í olíugeiranum lagst af. Í Stavanger, helstu olíuborg Noregs, lækkuðu fasteignir um 3,9%.