*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 19. október 2014 14:00

Fasteignir Íslendinga metnar á 5.395 milljarða

Mest verðmæti er bundið í íbúðarhúsnæði, eða 3.540 milljarðar.

Jóhannes Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

Fasteignir á Íslandi eru samtals að verðmæti 5.395 milljarðar samkvæmt fasteignamati fyrir árið 2015. Þetta kemur fram í skýrslu frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat fyrir næsta ár.

Mest verðmæti eru fólgin í íbúðarhúsnæði sem er metið á 3.540 milljarða samanlagt. Sumarbústaðir og aðrar frístundabyggðir eru metnar á 132,8 milljarða og atvinnuhúsnæði á 988 milljarða. Þá eru ýmsar stofnanir og samkomustaðir samtals að verðmæti 407,8 milljarðar. Eignir á jörðum eru taldar nema 131 milljarði, óbyggðar lóðir og lönd 94,8 milljarðar og aðrar eignir á 101 milljarð.

Engin frístundabyggð á Seltjarnarnesi

Mest verðmæti í fasteignum eru í Reykjavík, eða 2.290 milljarðar. Minnst eru þau í Tjörneshreppi, eða 524 milljónir. Athygli vekur að engin frístundabyggð eru í hreppnum, og er hann þannig í hópi með Seltjarnarnesi, Garði og Akranesi hvað það varðar. Í öllum öðrum sveitarfélögum er að minnsta kosti eitthvað um sumarbústaði eða frístundabyggð.

Þá vekur einnig athygli að ekkert atvinnuhúsnæði er í Fljótsdalshreppi samkvæmt fasteignamati og er það eina sveitarfélagið á landinu þar sem ekkert slíkt húsnæði er að finna.

Stikkorð: Fasteignir Fasteignamat