Fasteignamarkaður í Bandaríkjunum virðist vera að taka við sér, en fjöldi kaupsamninga um notað húsnæði hefur ekki mælst eins mikill í átta og hálft ár.

Samkvæmt upplýsingum frá Félagi fasteignasala í Bandaríkjunum voru gerðir samningar um 5,49 milljónir íbúða í júní síðastliðnum, sem er það mesta sem hefur mælst í einum mánuði síðan í febrúar 2007.

Í maí voru gerðir kaupsamningar um 5,32 milljónir íbúða, en aukning í sölu fasteigna hefur orðið um 9,6% á milli ára, sé miðað við júnímánuð.

Upplýsingarnar eru til marks um bætta stöðu í bandarísku efnahagslífi, en laun hafa hækkað í Bandaríkjunum undanfarið sem hafa fært marga nýja kaupendum inn á fasteignamarkaðinn.