Auðlegðarskattur og viðbótarauðlegðarskattur voru lagðir á 4.114 fjölskyldur í áglagningu árið 2013. Í landinu voru 184.449 fjölskyldur. Hér er því um að ræða 2,2% fjölskyldna. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaðinu af Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þar segir líka að innlendar fasteignir séu sá einstaki eignaliður sem vegur þyngst í eignasafni þeirra sem greiða auðlegðarskatt. „Þessar fjölskyldur áttu fasteignir sem metnar voru á 267 milljarða sem er 9,9% af matsverði innlendra fasteigna í landinu,“ segir í bréfinu.

Flestir sem greiddu auðlegðarskatt greiddu innan við eina milljón af eignum sínum.