„Hagvöxtur á árinu 2013 hefði verið neikvæður ef ekki hefði verið fyrir vöxt í ferðaþjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson í lokaræðu sinni, sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ræðunni flutti hann á aðalfundi samtakanna sem var haldinn á Grand Hóteli fyrir helgi. Árni sagði að árið 2013 hefði verið árið sem ferðaþjónustan gerði sig endanlega gildandi í íslensku samfélagi. Benti hann á að engin atvinnugrein skilaði þjóðarbúinu meiri útflutningstekjum, engin skapaði fleiri störf og engin atvinnugrein yxi hraðar að umfangi en ferðaþjónustan.

„En vandi fylgir vegsemd hverri,“ sagði Árni. „Nú tala stjórnmálamenn ekki bara um ferðaþjónustuna á tyllidögum, nú hafa allir skoðanir á hvernig ferðaþjónustu á að byggja upp, hvaða ferðamenn eigi að fá til landsins og síðast en ekki síst hvernig á að hafa sem mestar skatttekjur af ferðaþjónustu. Stundum er umræðan ákaflega vanþroskuð og sýnir lítinn skilning á eðli greinarinnar og hvernig samhengi hlutanna er í atvinnugrein sem er alþjóðleg og býr við mikla alþjóðlega samkeppni.“

Að sögn Árna skilar ferðaþjónustan ríkinu 30 milljörðum króna í en á sama tíma tali þingmenn um að greinin sé niðurgreidd.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .