Heildverslunin Fastus hagnaðist um 144 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 163 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur heildverslunarinnar námu rúmlega 3,1 milljarði króna. Eignir námu rúmlega 1,4 milljörðum króna og eigið fé nam 956 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 625 milljónum króna, en að meðaltali störfuðu 53 starfsmenn hjá fyrirtækinu í fyrra. Fastus er að stærstum hluta í eigu ÍSAM, en ÍSAM er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur.