Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar
Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Ef við tökum fötin þá er það allavega tilgáta fatakaupmanna að verslunin sé að færast meira til útlanda,“ segir Emil B. Karlsson forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar í ljósi nýjustu talna smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að velta hjá fata- og húsgagnaverslunum heldur áfram að dragast saman eftir hrun.

Hann bendir líka á breytt neyslumynstur hjá fólki: „Nægjusemi fólks er hugsanlega meiri í dag. Fólki nægir að eiga færri föt og þarf kannski ekki að eiga dýrustu merkin.“

Emil bendir líka á að þegar kreppir að þá hefur það minni áhrif á nauðsynlega verslun en hinsvegar bitni kreppa meira á fata- og húsgagnasölu: „Þó jókst sala á rúmum um áramótin en fólk er síður að endurnýja önnur húsgögn eins og sófasett að óþörfu.“