Jafnvel fátækustu heimilin í Bandaríkjunum eyða mjög stóru hlutfalli af tekjum sínum í lúxusvörur að því er fram kemur í nýrri skýrslu Deutsche Bank. Ríkasti fimmtungur bandarískra fjölskyldna eyða um 65% af tekjum sínum í lúxusvörur og 35% í nauðsynjavörur, samkvæmt rannsókninni, sem skoðaði neysluvenjur á árabilinu frá 1984 til 2014.

Í dag, 4. júlí fagna Bandaríkjamenn því að 241 ár eru síðan lýst var yfir sjálfstæði ríkjanna en því er ekki neyta að hinu sjálfstæða ríki hefur tekist að skapa mikinn auð með frjálsu hagkerfi sínu.

Meðaltekjuheimili voru ekki langt á eftir, með um 50% í nauðsynjavörur og 50% í lúxusvörur. En jafnvel tekjulægsti fimmtungurinn eyða um 40% í vörur sem skilgreindar eru sem lúxusvörur og 60% í nauðsynjavörur, að því er Torsten Slok, aðalhagfræðingur Deutsch Bank Securities segir í frétt Marketwatch .

Neyslan stýrist af tilfinningum

Rannsóknin skilgreinir lúxusvörur, líkt og hagfræðigreinin gerir, sem vörur sem neytt er meira af eftir því sem tekjur aukast, og nauðsynjavörur þær sem minna er neytt af eftir því sem tekjur aukast.

Segjast tæplega helmingur Bandaríkjamanna, 49%, hafa látið tilfinningar stjórna innkaupum sínum umfram það sem þau hafa efni á, og eru konur líklegri samkvæmt könnun NerdWallet til að eyða of miklu vegna stress, eða 35% þeirra, miðað við karlmenn, en þar er hlutfallið 24%.

Miðgildi tekna Bandaríkjamanna hefur hækkað að undanförnu og hefur nú náð 59.361 Bandaríkjadal, sem jafngildir um 6,1 milljón íslenskra króna. Neðstu tveir fimmtungarnir þéna 47.300 dali eða minna, meðan miðtekjuhóparnir tveir þéna á milli 47.300 og 134.300 dali meðan tekjuhæsti hópurinn þénar meira en 134.300 dali.